Inkasso

Algengar spurningar

  Algengar spurningar kröfuhafa

 • Af hverju greiði ég sem kröfuhafi ekki áskriftargjald til Inkasso?

  Kröfuhafar greiða ekki áskriftargjald í neinni mynd fyrir að nýta sér innheimtulausn Inkasso. Inkasso byggir á þeirri nálgun að greiðendur greiða innheimtuþóknun skv. reglugerð um hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar. Innheimtuþóknanir mynda tekjustofn Inkasso.

 • Þarf ég sem kröfuhafi að velja allar þjónustuleiðir þ.e. frum-, milli og löginnheimtu?

  Kröfuhafi hefur val um hvaða þjónustu hann vill nýta sér en við mælum með því að allar þjónustuleiðir séu nýttar til þess að ferlið verði sem skilvirkast.

 • Getur Inkasso skilað kröfu sem búið er að senda í innheimtu?

  Já, hægt er að skila kröfu. Kröfuhafar geta gert það gegnum aðgang sinn að Innheimtukerfi Inkasso. Ekki er hægt að skila kröfu þegar hún er komin í löginnheimtuferli, hafa þarf samband við þjónustuver Inkasso til þess.

 • Haldast kröfunúmerin, sem kröfurnar eru stofnaðar á, við það að fara inn í innheimtukerfi Inkasso?

  Já, kröfunúmerin haldast.

 • Leggst einhver kostnaður á mig sem kröfuhafa ef ég felli niður kröfu?

  Inkasso og Lög og Innheimta áskilja sér rétt að innheimta útlagðan kostnað á niðurfelldum kröfum og getur því krafið kröfuhafa um gjald fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd hefur verið vegna hverrar kröfu í innheimtuferlinu og kröfuvakt. Ekki er hægt að fella niður kröfur í löginnheimtuferli án kostnaðar. Gjaldið fer eftir gjaldskrá Inkasso og Lög og Innheimtu.

 • Get ég sem kröfuhafi fengið kröfu greidda beint til mín en fellt niður kröfuna í Innheimtukerfinu?

  Samkvæmt skilmálum Inkasso þá ber kröfuhafa að standa skil á innheimtukostnaði ef krafa er komin í innheimtu og fæst greidd.

 • Hvað kostar það mína viðskiptavini að ég noti innheimtuþjónustu Inkasso?

  Innheimtukostnaður sem lagður er ofan á kröfuupphæð fer eftir gjaldskrá Inkasso og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

 • Hvað er samtímauppgjör?

  Greiðsla til kröfuhafa berst inn á reikning hans á sama tíma og krafa er greidd af greiðanda. Inkasso er þar af leiðandi ekki að liggja á peningum kröfuhafa lengur en þörf er kerfislega.

 • Hvernig fæ ég yfirlit yfir greiðslur sem berast mér sem kröfuhafa?

  Greiðsluskýrslur eru fáanlegar á pdf og txt formi á heimasvæði kröfuhafa í Innheimtukerfi Inkasso. Greiðsluskýrslurnar gefa skýra mynd af því fé sem innheimtist og hægt er að lesa þær beint inn í bókhaldskerfi.

 • Hvaða kröfur er rétt að senda í löginnheimtu?

  Skilyrði fyrir löginnheimtu er gjaldfallin krafa og búið að senda greiðanda innheimtuviðvörun. Millinnheimta er hugsuð til þess að minna á og veita greiðanda svigrúm við að gera upp sínar skuldir og því ráðleggjum við kröfuhöfum okkar að nota þá þjónustu áður en farið er í löginnheimtu. Löginnheimta getur átt vel við þegar greiðendur virða að vettugi ítrekaðar innheimtuaðgerðir, uppi er ágreiningur um kröfur, fjárhagsleg staða greiðanda fer versnandi eða hætta er á að kröfur fyrnist.

 • Hvaða kostnaður fylgir því að stefna greiðanda sem hefur ekki greitt gjaldfallna skuld?

  Kostnaði vegna stefnu er bætt ofan á kröfufjárhæðina og því kemur það í hlut greiðanda að standa straum af þeim kostnaði. Fáist krafa hins vegar ekki greidd, þarf kröfuhafi að greiða áfallinn og útlagðan kostnað, sjá gjaldskrá Laga & Innheimtu.

 • Flytjast kröfur sjálfkrafa frá milliinnheimtu yfir í löginnheimtu?

  Kröfuhafar, sem nýta sér löginnheimtu, fá senda tilkynningu um hvaða kröfur eru á leið í löginnheimtu. Ef kröfuhafi bregst ekki við þeirri tilkynningu með því að fresta eða fella niður þá færast kröfurnar í löginnheimtu en þó einungis að því leiti að send eru út löginnheimtubréf. Kröfuhafi þarf hins vegar að óska eftir því að farið verði í sértækar löginnheimtuaðgerðir s.s. stefna, senda greiðsluáskorun, lýsa kröfu og útbúa nauðungarsölubeiðni.

 • Hvar finn ég handbók kröfuhafa?

  Handbókina er að finna hérna

  Algengar spurningar varðandi Inkasso STRAX

 • Hvað kostar að nýta sér þjónustu Inkasso STRAX?

  Þjónusta Inkasso STRAX er gjaldfrjáls fyrir viðskiptavini.

 • Hvað kostar það mína viðskiptavini að ég nýti mér þjónustu Inkasso STRAX?

  Inkasso leggur seðilgjald, sem fer eftir gjaldskrá Inkasso, ofan á kröfur og greiðendur standa straum af því. Innheimtukostnaður, sem lagður er ofan á gjaldfallna kröfuupphæð, fer eftir gjaldskrá Inkasso og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

 • Er þetta alveg öruggt?

  Til þess að vernda persónuupplýsingar þínar er tölvukerfi okkar búið fullkomnustu vörnum sem völ er á. Enn fremur er upplýsingakerfi Inkasso undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

 • Hvað gerist ef ég þarf að breyta reikningi?

  Hægt er að breyta ógreiddum reikningum inni á heimasvæði þínu eða með því að hringja í 520 4040.

 • Er hægt að sleppa því að senda reikning, eingöngu stofna kröfu í heimabanka?

  Já, notendur hafa val um það hvort þeir vilji senda reikning með pósti.

 • Get ég gert kreditreikning í gegnum Inkasso STRAX?

  Inkasso STRAX styður ekki gerð kreditreikninga. Ef þörf er á því að gera kreditreikning þá er það gert í gegnum bókhaldskerfi viðkomandi.

 • Hvað verður um peninginn sem greiðandi greiðir?

  Inkasso móttekur greiðslur inn á fjárvörslureikning. Eftir að upplýsingar um greiðsluna hafa borist og kerfin uppfært sig, millifærir Inkasso á kröfuhafa sinn hluta greiðslunnar.

 • Hvað líður langur tími þar til ég fæ greitt eftir að greiðandi hefur innt af hendi greiðslu?

  Það fer eftir því hvenær greiðandi innir af hendi greiðslu en alla jafna tekur það 1-3 virka daga. Tíminn er m.a. háður því hvenær greiðsluuplýsingar berast frá bankastofnun.

 • Get ég greitt seðilgjaldið á útgefnum reikningi mínum?

  Við bjóðum eingöngu upp á að leggja seðilgjaldið ofan á kröfufjárhæðina. Kröfuhafi getur þó haft höfuðstól sinn lægri sem nemur seðilgjaldinu.

  Algengar spurningar greiðenda

 • Er möguleiki á því að skipta upp greiðslum?

  Við leggjum okkur fram við að sýna sveigjanleika og skipting greiðslna er liður í því.

 • Hvað kostar að skipta upp greiðslum?

  Það að skipta upp greiðslum og setja upp greiðslusamkomulag er verðlagt í samræmi við Reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. þ.e. 3.348 kr. með vsk.

 • Er hægt að fá frest á greiðslu?

  Við leggjum okkur fram við að sýna sveigjanleika og frestun greiðslu um tiltekinn tíma er liður í því.

 • Hvernig skiptast greiðslurnar ef ég greiði ákveðna upphæð inn á skuldina?

  Ef greiðslan er ekki fullnaðargreiðsla þá ráðstafast hún fyrst upp í kostnað, því næst dráttarvexti og síðast til greiðslu á höfuðstól.

 • Hvað gerist ef ég stend ekki við uppsett greiðslusamkomulag?

  Þá fellur greiðslusamkomulagið niður og dráttarvextir halda áfram að reiknast ofan á kröfuna.

 • Hvaða þýðingu hefur það að mér barst greiðsluáskorun?

  Kröfuhafi þinn hefur óskað eftir því að þér sé send áskorun um greiðslu kröfu. Greiðsluáskorun getur verið birt greiðanda með stefnuvotti. Greiðsluáskorun vegna viðskiptaskulda er alla jafna undanfari stefnu fyrir dómstólum.

 • Get ég fengið afslátt af kröfunni?

  Inkasso hefur það hlutverk að innheimta gjaldfallna skuld fyrir kröfuhafa. Inkasso hefur ekki heimild til þess að hreyfa við þeirri skuld sem stofnast hefur við kröfuhafa. Við mælum hins vegar með því að greiðendur hafi samband og leitað sé leiða til þess að koma málum í farveg.

 • Safnar skuldin mín frekari kostnaði meðan ég er að greiða samkvæmt uppsettu greiðslusamkomulagi?

  Nei, skuldin safnar ekki frekari kostnaði á meðan greiðslusamkomulag er í skilum. Hins vegar halda dráttarvextir áfram að reiknast frá þeim tíma sem greiðslusamkomulagið var sett upp, ef ekki er staðið við greiðslusamkomulagið.