Inkasso

ÍA er Inkasso-deildarmeistari karla og Fylkir deildarmeistari kvenna

2. 10. 2018
Inkasso-deildinni 2018 í knattspyrnu er lokið. ÍA urðu deildarmeistarar karla og Fylkir deildarmeistarar kvenna. Stöð 2 sport og Inkasso-deildin völdu þjálfara og leikmenn ársins. Þórdís Edda Hjartardóttir hjá Fylki er leikmaður ársins í kvennadeild. Þjálfari ársins er Gunnar Magnús Jónsson hjá Keflavík. Í karladeild er Guðmundur Þór Júlíusson HK leikmaður ársins og Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA valinn þjálfari ársins.