Inkasso

Inkasso skipar starfshóp vegna innleiðingar nýrrar löggjafar um persónuvernd

26. 10. 2017
Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem undirrituð var árið 2016 mun taka gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu. Vernd persónuupplýsinga er talinn hluti af EES-samningnum og mun löggjöfin því verða tekin upp á Íslandi. Löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi hérlendis. Reglugerðin felur í sér ýmis ákvæði um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. Inkasso hefur þegar hafist handa við undirbúning innleiðingar löggjafarinnar og starfshópur verið skipaður undir stjórn öryggisfulltrúa fyrirtækisins. Markmið Inkasso er að innleiða í vinnuferla og öryggisstaðla nýju persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins og hafa lokið innleiðingunni þegar Alþingi hefur staðfest lögin.