Inkasso

Ráðstafanir Inkasso vegna COVID-19

16. 3. 2020

Inkasso hefur ásamt öðrum fyrirtækjum í húsnæðinu ákveðið að takmarka gestakomur eins og kostur er í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Því er ekki tekið á móti viðskiptavinum og greiðendum á skrifstofu Inkasso á meðan samkomubann er í gildi.

Við hvetjum fólk til að nýta netspjallið en starfsmenn svara netspjalli, síma og tölvupóstum á opnunartíma skrifstofu:

Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-15