Takk fyrir okkur!
Inkasso er fyrirmyndarfyrirtæki að mati Viðskiptablaðsins 2020.
Það kostar ekkert að vera í viðskiptum við Inkasso, setja kröfu í innheimtu eða þiggja ráðgjöf frá þjónustufulltrúum.
Innheimtukerfi Inkasso býður upp á sveigjanleika, góða yfirsýn og skilvirka innheimtu.
Með sveigjanleikann að vopni og góðum samskiptum náum við árangri í innheimtu.
Inkasso er framsækið innheimtufyrirtæki sem sinnir innheimtu fyrir mörg stærstu félög og fyrirtæki landsins ásamt einstaklingum.
Við sníðum þjónustu okkar að þörfum hvers og eins og leitumst við að bjóða sveigjanlega og mannlega þjónustu.
Frá stofnun Inkasso árið 2010 höfum við umbylt kröfuinnheimtu á Íslandi. Almenn innheimtuþjónusta Inkasso er án endurgjalds fyrir kröfuhafa sem þýðir enginn dulinn kostnaður eða samningsgreiðslur.
Inkasso býður upp á þjónustu á öllum stigum innheimtu sem viðskiptavinir geta nýtt sér að fullu eða hluta.
Með fruminnheimtu Inkasso sjáum við um reikningagerðina. Kröfuhafi sendir upplýsingar um kröfur eða jafnvel lætur það gerast sjálfkrafa. Inkasso tekur við kröfum, prentar reikning með logo og hönnun, setur í umslag og sendir. Kröfuhafa að kostnaðarlausu.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga hefst sérsniðið innheimtuferli sem almennt er nefnt milliinheimtuferli. Greiðandi fær sendar áskoranir um greiðslu kröfunnar og málinu er fylgt eftir af tillitssömu en ákveðnu kerfi. Ef slíkar áskoranir bera ekki árangur er síðasta úrræðið löginnheimta en þar eru lagaleg úrræði nýtt til þess að fá kröfuna greidda.
Það kostar ekkert að vera í viðskiptum við Inkasso, setja kröfu í innheimtu eða þiggja ráðgjöf frá þjónustufulltrúum.
Með sveigjanleikann að vopni og góðum samskiptum náum við árangri í innheimtu.
Hjá Inkasso bíða peningar ekki á fjárvörslureikningum heldur berast kröfuhöfum á sama tíma og greiðsla er innt af hendi.
Með Innheimtukerfi Inkasso ert þú við stjórnvölinn eins og í þinni eigin innheimtudeild. Inkasso sníðir innheimtuferlið að þínum óskum og þörfum og veitir faglega ráðgjöf.
Greiðendum bjóðast fjölmargar leiðir til þess að ganga frá sínum skuldum. Inkasso sýnir allan þann sveigjanleika sem mögulegt er án þess að gefa eftir skilvirkt innheimtuferlið.
Inkasso tekur við kröfum, prentar reikning, stingur í umslag og sendir á greiðanda - kröfuhöfum að kostnaðarlausu. Einfalt.
Með Innheimtukerfi Inkasso hafa kröfuhafar góða yfirsýn yfir innheimtu sinna krafna og geta tekið út skýrslur sér til glöggvunar.
Kröfuhafar greiða ekki áskriftargjald í neinni mynd fyrir að nýta sér innheimtulausn Inkasso. Inkasso byggir á þeirri nálgun að greiðendur greiða innheimtuþóknun skv. reglugerð um hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar. Innheimtuþóknanir mynda tekjustofn Inkasso.
Kröfuhafi hefur val um hvaða þjónustu hann vill nýta sér en við mælum með því að allar þjónustuleiðir séu nýttar til þess að ferlið verði sem skilvirkast.
Já, hægt er að skila kröfu. Kröfuhafar geta gert það gegnum aðgang sinn að Innheimtukerfi Inkasso. Ekki er hægt að skila kröfu þegar hún er komin í löginnheimtuferli, hafa þarf samband við þjónustuver Inkasso til þess.
Já, kröfunúmerin haldast.
Inkasso og Lög og Innheimta áskilja sér rétt að innheimta útlagðan kostnað á niðurfelldum kröfum og getur því krafið kröfuhafa um gjald fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd hefur verið vegna hverrar kröfu í innheimtuferlinu og kröfuvakt. Ekki er hægt að fella niður kröfur í löginnheimtuferli án kostnaðar. Gjaldið fer eftir gjaldskrá Inkasso og Lög og Innheimtu.
Samkvæmt skilmálum Inkasso þá ber kröfuhafa að standa skil á innheimtukostnaði ef krafa er komin í innheimtu og fæst greidd.
Innheimtukostnaður sem lagður er ofan á kröfuupphæð fer eftir gjaldskrá Inkasso og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.
Greiðsla til kröfuhafa berst inn á reikning hans á sama tíma og krafa er greidd af greiðanda. Inkasso er þar af leiðandi ekki að liggja á peningum kröfuhafa lengur en þörf er kerfislega.
Greiðsluskýrslur eru fáanlegar á pdf og txt formi á heimasvæði kröfuhafa í Innheimtukerfi Inkasso. Greiðsluskýrslurnar gefa skýra mynd af því fé sem innheimtist og hægt er að lesa þær beint inn í bókhaldskerfi.
Skilyrði fyrir löginnheimtu er gjaldfallin krafa og búið að senda greiðanda innheimtuviðvörun. Millinnheimta er hugsuð til þess að minna á og veita greiðanda svigrúm við að gera upp sínar skuldir og því ráðleggjum við kröfuhöfum okkar að nota þá þjónustu áður en farið er í löginnheimtu. Löginnheimta getur átt vel við þegar greiðendur virða að vettugi ítrekaðar innheimtuaðgerðir, uppi er ágreiningur um kröfur, fjárhagsleg staða greiðanda fer versnandi eða hætta er á að kröfur fyrnist.
Kostnaði vegna stefnu er bætt ofan á kröfufjárhæðina og því kemur það í hlut greiðanda að standa straum af þeim kostnaði. Fáist krafa hins vegar ekki greidd, þarf kröfuhafi að greiða áfallinn og útlagðan kostnað, sjá gjaldskrá Laga & Innheimtu.
Kröfuhafar, sem nýta sér löginnheimtu, fá senda tilkynningu um hvaða kröfur eru á leið í löginnheimtu. Ef kröfuhafi bregst ekki við þeirri tilkynningu með því að fresta eða fella niður þá færast kröfurnar í löginnheimtu en þó einungis að því leiti að send eru út löginnheimtubréf. Kröfuhafi þarf hins vegar að óska eftir því að farið verði í sértækar löginnheimtuaðgerðir s.s. stefna, senda greiðsluáskorun, lýsa kröfu og útbúa nauðungarsölubeiðni.
Handbókina er að finna hérna