Fara á efnissvæði

Við gerum góðar heimtur betri

Virðing fyrir viðskiptavinum beggja vegna borðs, umhverfinu og samfélaginu. Við erum leiðandi og framsækin. Við tileinkum okkur tækni og nýsköpun og leitum stöðugt leiða til að gera þjónustu okkar betri. Árangur fyrir kröfuhafa, viðskiptavini þeirra, samfélagið og komandi kynslóðir.

Heyrðu í okkur
Illustration

Af hverju Inkasso?

Ánægðir greiðendur og kröfuhafar

Við lítum á þína viðskiptavini sem okkar eigin og leggjum höfuðáherslu á að vernda verðmæt viðskiptasambönd án þess að það bitni í árangri í innheimtu.

Við mælum ánægjustig allra greiðenda sem hafa samband við okkur. Þetta eru nýmæli í kröfustjórnun þar sem fókusinn hefur verið á kröfuhafann.

Við höfum þróað viðmót fyrir greiðendur og kröfuhafa og erum stöðugt að bregðast við síbreytilegum aðstæðum.

Framsækin fyrirtæki þekkja mikilvægi þess að eiga gott samband við sína viðskiptavini og við erum með um 3.000 ánægða viðskiptavini.

Auðvelt að byrja

Vertu velkomin(n) í hóp ánægðra viðskiptavina Inkasso.

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að skrá sig í viðskipti!

Ánægðir greiðendur

Inkasso mælir ánægju greiðenda og kröfuhafa og birtir á heimsíðu.

Ánægðir viðskiptavinir sem hafa verið hjá okkur árum saman eru helsti vitnisburður okkar um góðan árangur.  Við leggjum mikla áherslu á að sá árangur sem við náum í innheimtu komi ekki niður á viðskiptasambandinu.

Enginn kostnaður

Kröfuhafar bera engan kostnað af frum- og milliinnheimtu.
... jafnvel þó krafan greiðist ekki.

Innheimtuferlið

Við setjum ferli krafna upp eftir þörfum hvers og eins. Kröfuhafar geta svo gripið inn í ferlið á einstaka kröfum hvenær sem er og fært gjalddaga, skipt greiðslum o.s.frv.

Öflugt innheimtukerfi

Inkasso rekur öflugt innheimtukerfi sem er mjög sveigjanlegt og notendavænt.

Við leggjum mikið upp úr sjálfvirkni í ferlum. Að auki eru kerfin okkar aðgengileg og allir sem koma að málum geta afgreitt sín mál sjálfir á vef.

Innheimtuferill

Innheimtuferlið er sveigjanlegt og sett upp eftir þörfum hvers og eins eftir því sem reglugerðarramminn leyfir. 

Myndin sýnir hefðbundinn innheimtuferil sem hentar í mörgum tilfellum. 

Innheimtuferill

Ánægjumælingar

Algengar spurningar kröfuhafa

Hér eru helstu svör og spurningar kröfuhafa, ef þig vantar að vita meira þá erum við til staðar og ekki hika við að hafa samband við okkur. 

Af hverju greiði ég sem kröfuhafi ekki áskriftargjald til Inkasso?

Kröfuhafar greiða ekki áskriftargjald í neinni mynd fyrir að nýta sér innheimtulausn Inkasso. Inkasso byggir á þeirri nálgun að greiðendur greiða innheimtuþóknun skv. reglugerð um hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar. Innheimtuþóknanir mynda tekjustofn Inkasso.

Þarf ég sem kröfuhafi að velja allar þjónustuleiðir þ.e. frum-, milli og löginnheimtu?

Kröfuhafi hefur val um hvaða þjónustu hann vill nýta sér en við mælum með því að allar þjónustuleiðir séu nýttar til þess að ferlið verði sem skilvirkast.

Er hægt að skila kröfu sem búið er að senda í innheimtu?

Já, hægt er að skila kröfu í milliinnheimtu. Kröfuhafar geta gert það gegnum aðgang sinn að Innheimtukerfi Inkasso. Ekki er hægt að skila kröfu þegar hún er komin í löginnheimtuferli, hafa þarf samband við þjónustuver Inkasso til þess.

 

Haldast kröfunúmerin, sem kröfurnar eru stofnaðar á, við það að fara inn í innheimtukerfi Inkasso?

Já, kröfunúmerin haldast.

Leggst einhver kostnaður á mig sem kröfuhafa ef ég felli niður kröfu?

Það leggst ekki kostnaður á kröfur sem felldar eru niður í milliinnheimtu.

Ekki er hægt að fella niður kröfu þegar hún er komin í löginnheimtuferli, hafa þarf samband við þjónustuver Inkasso til þess. Gjaldheimtan áskilur sér rétt að innheimta útlagðan kostnað á niðurfelldum kröfum í löginnheimtu.  Gjaldið fer eftir gjaldskrá Gjaldheimtunar.

Get ég sem kröfuhafi fengið kröfu greidda beint til mín en fellt niður kröfuna í Innheimtukerfinu?

Það leggst ekki kostnaður á kröfur sem felldar eru niður í milliinnheimtu.

Samkvæmt skilmálum Inkasso þá ber kröfuhafa að standa skil á innheimtukostnaði ef krafa er komin í löginnheimtu og fæst greidd.

Hvað kostar það mína viðskiptavini að ég noti innheimtuþjónustu Inkasso?

Innheimtukostnaður sem lagður er ofan á kröfuupphæð fer eftir gjaldskrá Inkasso og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

 

Hvað er samtímauppgjör?

Greiðsla til kröfuhafa berst inn á reikning hans á sama tíma og krafa er greidd af greiðanda. Inkasso er þar af leiðandi ekki að liggja með peninga kröfuhafa lengur en þörf er kerfislega.

 

Hvernig fæ ég yfirlit yfir greiðslur sem berast mér sem kröfuhafa?

Greiðsluskýrslur eru fáanlegar á pdf og txt formi á heimasvæði kröfuhafa í Innheimtukerfi Inkasso. Greiðsluskýrslurnar gefa skýra mynd af því fé sem innheimtist og hægt er að lesa þær beint inn í bókhaldskerfi.

Hvaða kröfur er rétt að senda í löginnheimtu?

Skilyrði fyrir löginnheimtu er gjaldfallin krafa og búið að senda greiðanda innheimtuviðvörun. Millinnheimta er hugsuð til þess að minna á og veita greiðanda svigrúm við að gera upp sínar skuldir og því ráðleggjum við kröfuhöfum okkar að nota þá þjónustu áður en farið er í löginnheimtu. Löginnheimta getur átt vel við þegar greiðendur virða að vettugi ítrekaðar innheimtuaðgerðir, uppi er ágreiningur um kröfur, fjárhagsleg staða greiðanda fer versnandi eða hætta er á að kröfur fyrnist.

 

Hvaða kostnaður fylgir því að stefna greiðanda sem hefur ekki greitt gjaldfallna skuld?

Kostnaði vegna stefnu er bætt ofan á kröfufjárhæðina og því kemur það í hlut greiðanda að standa straum af þeim kostnaði. Fáist krafa hins vegar ekki greidd, þarf kröfuhafi að greiða áfallinn og útlagðan kostnað, sjá gjaldskrá Gjaldheimtunar.

Flytjast kröfur sjálfkrafa frá milliinnheimtu yfir í löginnheimtu?

Kröfuhafar, sem nýta sér löginnheimtu, fá senda tilkynningu um hvaða kröfur eru á leið í löginnheimtu. Ef kröfuhafi bregst ekki við þeirri tilkynningu með því að fresta eða fella niður þá færast kröfurnar í löginnheimtu en þó einungis að því leiti að send eru út löginnheimtubréf. Kröfuhafi þarf hins vegar að óska eftir því að farið verði í sértækar löginnheimtuaðgerðir s.s. stefna, senda greiðsluáskorun, lýsa kröfu og útbúa nauðungarsölubeiðni.

 

Hvar finn ég handbók kröfuhafa?

Handbókina er að finna hérna

Grindavíkurbær

Guðbjörg Eyjólfsdóttir

Innheimtufulltrúi Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær hefur verið í samstarfi við Inkasso síðan 2015 þannig að það er komin mjög góð reynsla hjá okkur af samstarfinu. Samstarfið er persónlegt og gott aðgengi að starfsfólki Inkasso sem leggur sig allt fram um að veita góða og snögga þjónustu þannig að afgreiðsla innheimtumála taki sem skemmstan tíma sem er gott bæði fyrir okkur sem kröfuhafa og eins fyrir greiðendur. Árangur innheimtu er með ágætum og eftirfylgni er í góðri samvinnu. Við hjá Grindavíkurbæ getum hiklaust mælt með samstarfi við Inkasso um innheimtu reikninga og vanskilakrafna.

Armar

Birna Margrét

Bókari

Armar hafa nýtt sér þjónustu Inkasso í 5 ár. Það sem heillaði okkur var notendavænt innranet kröfuhafa, þar getum við unnið sjálf með kröfur viðskiptavina okkar milliliðalaust. Þegar á þarf að halda er þjónustuviðmót ráðgjafa Inkasso ávallt mjög gott.

Hraunhús

Gísli Ingi

Eigandi

Við erum með lítið bygginga- og fasteignafélag og innheimtukerfi Inkasso er algjör bylting fyrir reksturinn okkar. Það tekur okkur núna mínútu að senda frá okkur kröfu rafrænt og hefur kerfið einfaldað reksturinn til muna.

Kynning á Inkasso

Gjörðu svo vel! Hér má finna kynningu á þjónustu Inkasso.

Rangt netfang

Takk fyrir, skjalið verður sent til .