Fara á efnissvæði

Gjaldheimtan

Gjaldheimtan sinnir löginnheimtu vanskilakrafna og ráðgjöf fyrir viðskiptavini sína og byggir á traustum grunni. Lögmenn Gjaldheimtunnar ásamt innheimtufulltrúum búa yfir áralangri reynslu af innheimtu vanskilakrafna og eru viðskiptavinir okkar í góðum höndum. Félagið leggur mikla áherslu á að innheimtufé sé skilað jafnskjótt og mögulegt er í samráði við kröfuhafa og býður kröfuhöfum aðlögun innheimtuferla eftir því sem þeim hentar.

Gjaldheimtan á í nánu samstarfi við Inkasso-Momentum ehf. sem sérhæfir sig í frum- og milliinnheimtu. Saman veita félögin viðskiptavinum sínum alhliða kröfuþjónustu allt frá útgáfu reiknings til loka löginnheimtu.

Meðal viðskiptavina Gjaldheimtunnar eru fyrirtæki, stór og smá, sveitarfélög, stofnanir, húsfélög, einstaklingar og fleiri. Ásamt innlendri innheimtu býður Gjaldheimtan viðskiptavinum sínum aðstoð við innheimtu krafna erlendis.

Alla jafna er Gjaldheimtunni falin löginnheimta peningakröfu þegar frum- og milliinnheimta hefur ekki skilað tilætluðum árangri eða þegar skuldari kröfu hefur hreyft mótbárum gegn peningakröfu. Kröfuhafi getur þá leitað tiltekinna lögbundinna leiða til að fá kröfu sína efnda á grundvelli réttarfarslaga. Áhersla er lögð á ráðgjöf til kröfuhafa um hvaða skref sé rétt að stíga hverju sinni. Nánari upplýsingar um verkferla í löginnheimtu má finna hér.

Að mörgu er að huga í þessum málum en lögmenn og innheimtufulltrúar Gjaldheimtunnar hafa yfirgripsmikla þekkingu á innheimtuúrræðum og ríkan skilning á mikilvægi góðs viðskiptasambands kröfuhafa og greiðanda sem getur oft haft áhrif á nálgun í innheimtu.

Ef óskað er eftir að Gjaldheimtan taki að sér löginnheimtu kröfu eða annarri ráðgjöf er hægt að skrá sig í viðskipti hér á vefnum en einnig er auðvelt að nálgast innheimtufulltrúa eða lögfræðinga Gjaldheimtunnar til að fá ráðgjöf varðandi innheimtumál áður en lengra er haldið. Hægt er að:

  • hringja í þjónustuver í síma 416 4000
  • senda tölvupóst á gjaldheimtan@gjaldheimtan.is
  • koma við á skrifstofu Gjaldheimtunnar ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík.

Almennar upplýsingar

 
  • Nafn fyrirtækis: Gjaldheimtan ehf.
  • Kennitala: 640214-0580
  • VSK númer: 117480
  • Eftirlitsaðili: Lögmannafélag Íslands