Inkasso

Setur nýjan svip á innheimtu

Árangursrík innheimta með skilvirku innheimtuferli og mannlegri og sveigjanlegri nálgun.

Hafðu samband við þjónustuverið í síma

520 40 40

Sendu okkur póst á inkasso@inkasso.is

Greiðendur

Við hvetjum þig til að bregðast við. Ekki fresta málum, best er að greiða eða hafa samband og við förum yfir hvaða lausnir eru í boði.

Alltaf er best að greiða kröfurnar áður en þær komast í vanskil. Það er hinsvegar ekki alltaf raunin. Við hjá Inkasso erum til staðar fyrir greiðendur og leggjum okkur fram við að koma málum í farveg.

Það er sama á hvaða stigi innheimtan er, í fruminnheimtu, í milliinnheimtu, í löginnheimtu eða jafnvel komin enn lengra, það er ávallt hægt að finna flöt á málum ef greiðandi sýnir greiðsluvilja.

 

Greiðslur

Greiðslur er hægt að framkvæma með því að:

 • Greiða kröfu í heimabanka.
 • Greiða í banka, en þá mælum við með að framvísa greiðsluseðli eða innheimtubréfi.
 • Hringja í þjónustuver og greiða með símgreiðslu, en til þess þarf að hafa kreditkort.
 • Hringja í þjónustuver og fá upplýsingar til þess að millifæra í heimabanka.
 • Koma í móttöku okkar í Borgartúni 27, 4 hæð og greiða með korti eða millifæra.

 

Semja

Ef þú átt ekki kost á því að ganga frá fullnaðargreiðslu en sýnir greiðsluvilja þá höfum við eftirfarandi möguleika:

 • Greiðslusamkomulag, þar sem skuldinni er skipt upp yfir ákveðið tímabil. Lengd greiðslusamkomulaga og fjárhæð sem greidd er í hvert skipti er ákvarðað eftir aðstæðum hverju sinni. Alla jafna vara greiðslusamkomulög ekki lengur en í 6 mánuði.
 • Innheimtu er frestað um tiltekinn tíma en þá er komið í veg fyrir að kostnaður aukist á tímabilinu.
 • Semja um málið ef einhver kostur er.

 

  Algengar spurningar greiðenda

 • Er möguleiki á því að skipta upp greiðslum?

  Við leggjum okkur fram við að sýna sveigjanleika og skipting greiðslna er liður í því.

 • Hvað kostar að skipta upp greiðslum?

  Það að skipta upp greiðslum og setja upp greiðslusamkomulag er verðlagt í samræmi við Reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. þ.e. 3.348 kr. með vsk.

 • Er hægt að fá frest á greiðslu?

  Við leggjum okkur fram við að sýna sveigjanleika og frestun greiðslu um tiltekinn tíma er liður í því.

 • Hvernig skiptast greiðslurnar ef ég greiði ákveðna upphæð inn á skuldina?

  Ef greiðslan er ekki fullnaðargreiðsla þá ráðstafast hún fyrst upp í kostnað, því næst dráttarvexti og síðast til greiðslu á höfuðstól.

 • Hvað gerist ef ég stend ekki við uppsett greiðslusamkomulag?

  Þá fellur greiðslusamkomulagið niður og dráttarvextir halda áfram að reiknast ofan á kröfuna.

 • Hvaða þýðingu hefur það að mér barst greiðsluáskorun?

  Kröfuhafi þinn hefur óskað eftir því að þér sé send áskorun um greiðslu kröfu. Greiðsluáskorun getur verið birt greiðanda með stefnuvotti. Greiðsluáskorun vegna viðskiptaskulda er alla jafna undanfari stefnu fyrir dómstólum.

 • Get ég fengið afslátt af kröfunni?

  Inkasso hefur það hlutverk að innheimta gjaldfallna skuld fyrir kröfuhafa. Inkasso hefur ekki heimild til þess að hreyfa við þeirri skuld sem stofnast hefur við kröfuhafa. Við mælum hins vegar með því að greiðendur hafi samband og leitað sé leiða til þess að koma málum í farveg.

 • Safnar skuldin mín frekari kostnaði meðan ég er að greiða samkvæmt uppsettu greiðslusamkomulagi?

  Nei, skuldin safnar ekki frekari kostnaði á meðan greiðslusamkomulag er í skilum. Hins vegar halda dráttarvextir áfram að reiknast frá þeim tíma sem greiðslusamkomulagið var sett upp, ef ekki er staðið við greiðslusamkomulagið.

Helstu bréf og samskipti

Varstu að fá bréf eða símtal frá okkur? Eftirfarandi er stutt yfirlit um það hvernig algengasta form innheimtuferlis er sett upp.

Fruminnheimtubréf

Fruminnheimta Inkasso samanstendur af bankakröfu og valkvæðum reikningi. Fram kemur gjalddagi og eindagi en eindagi er síðasti dagur sem hægt er að greiða án þess að mögulegir dráttarvextir og vanskilakostnaður bætist við höfuðstólinn.

Milliinnheimtubréf

Ef krafa eða reikningur hefur ekki verið greiddur berast milliinnheimtubréf með áföllnum kostnaði og vöxtum. Fjöldi milliinnheimtubréfa getur verið mismunandi en hníga öll að því að ítreka gjaldfallna skuld. Áfallinn kostnaður eykst með fjölda bréfa.

Löginnheimtubréf

Krafa sem ekki er greidd á eindaga né eftir ítrekaða innheimtu getur farið áfram í löginnheimtu. Slíkt hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir greiðanda. Við hvetjum greiðendur eindregið til þess að ganga frá greiðslu eða semja áður en grípa þarf til þessa úrræðis.