Inkasso

Um Inkasso

Inkasso er framsækið innheimtufyrirtæki sem sinnir innheimtu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga.

Frá því Inkasso tók til starfa vorið 2010 hefur áhersla verið lögð á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu sem er gjaldfrjáls fyrir viðskiptavini og sveigjanleg fyrir greiðendur krafna.

Ástæður vanskila geta verið margvíslegar og skiptir þá höfuðmáli að nálgast hvert tilvik af festu en með skilningi á aðstæðum. Það er því mikilvægt að kröfuhafar hafi vel skilgreint innheimtuferli sem hentar þeirra starfsemi til að tryggja greiðslur krafna ef greiðslufall verður.

 

Almennar upplýsingar

 • Nafn fyrirtækis: Inkasso ehf.
 • Kennitala: 630413-0360
 • VSK númer: 113717
 • Leyfi: Innheimtuleyfi frá Fjármálaeftirlitinu
 • Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið
 •  

   

  Hvað gerir innheimtufyrirtæki eins og Inkasso?


  Vanskil verða alltaf til staðar í þjóðfélaginu. Ástæðurnar geta verið jafn mismunandi og tilfellin, einhver gleymir að greiða, ekki innistæða eða einfaldlega ekki áhugi vegna þjónustufalls eða mistaka við afhendingu vöru.

  Þess vegna er mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa skilgreint innheimtuferli til þess að tryggja sér greiðslur krafna ef greiðslufall verður.

  Innheimtukostnaður er stór þáttur í innheimtunum og oft umdeildasti hlutinn. Inkasso hefur ávallt boðið þjónustuna án kostnaðar, farið eftir reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar og lagt ríka áherslu á mannlegt viðmót við greiðendur og sveigjanleika í lausnum.

  Hafðu samband við þjónustuverið í síma

  520 40 40

  Sendu okkur póst á inkasso@inkasso.is

  Algengar spurningar

  Vantar þig svör við spurningum um þjónustu Inkasso? Við höldum upp á þekkingarbanka af algengum spurningum um félagið og þjónustu þess.

  ALGENGAR SPURNINGAR

  Hugtök og skilgreiningar

  Hugtök og skilgreiningar er einskonar alfræðiorðabók sem þú getur nýtt þér til að fá betri innsýn í orð og hugtök varðandi kröfuinnheimtu og þjónustu Inkasso.

  Hugtök og skilgreiningar

  Hvar erum við?