PERSÓNUVERNDARSTEFNA
Inkasso er ábyrgðaraðili á vinnslu persónuupplýsinga sem afhentar eru af viðskiptavinum okkar. Inkasso vinnur persónuupplýsingar vegna starfa sinna sem innheimtufyrirtæki. Inkasso fær persónuupplýsingar frá þjóðskrá, kröfuhöfum, fyrirtækjum sem halda utan um vanskilaskrár, greiðendum, stofnunum eða þriðja aðila vegna meðferðar máls. Inkasso er rekið á grundvelli starfsleyfis frá FME, þar á meðal hvaða upplýsingar eru unnar, hvernig og í hvaða tilgangi þær eru notaðar. Inkasso vinnur eftir persónuverndaráætlun í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einkum lög nr.90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Með hvaða hætti nýtir Inkasso persónuupplýsingar
Inkasso getur nýtt persónuupplýsingar til að svara fyrirspurnum og athugasemdum, breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum. Inkasso nýtir persónuupplýsingar til að ljúka við og uppfylla greiðslur, taka á móti greiðslum, samskipti við kröfuhafa vegna greiðslufyrirkomulaga og til að veita þjónustu fyrir hönd kröfuhafa. Inkasso hefur samband við einstaklinga fyrir hönd kröfuhafa og nýtir upplýsingar frá þeim við meðferð almennra skuldamála. Upplýsingar um einstaklinga eru nýttar til að vernda lögvarða hagsmuni kröfuhafa, starfsemi Inkasso og eignatengdra fyrirtækja. Allar persónuupplýsingar eru nýttar til að nota tiltæk úrræði eða lágmarka tjón Inkasso og kröfuhafa ef til ágreinings kemur. Upptalning þessi er ekki tæmandi og er hægt að hafa samband við Inkasso og óska eftir ýtarlegri upplýsingum vegnu geymslu og meðferð persónugreinanlegra gagna.
Varðveisla upplýsinga
Inkasso vinnur með ýmsar upplýsingar eftir því sem við á, sbr. upplýsingar um einstakling eins og hann kemur fyrir í þjóðskrá, almenn skuldamál, vanskilaskrár, heilsufarsupplýsingar, símtalsupptökur og annað sem Inkasso nýtir vegna almennra innheimtumála.
Upplýsingarnar eru varðveittar eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang hverrar vinnslu. Varðveislutíminn kann því að vera breytilegur. Persónuupplýsingar sem tengjast skuldastöðu eru varðveittar a.m.k. í þann tíma sem nauðsynlegur er til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfu, laga um bókhald eða öðrum málefnalegum ástæðum um að varðveita upplýsingar.
Réttindi einstaklinga
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga veita einstaklingum ákveðin réttindi.
Sérhver einstaklingur hefur rétt á því að vita hvort að verið sé að vinna með persónuupplýsingar um hann sjálfan, hvaða persónuupplýsingar er verið að nota og í hvaða tilgangi.
Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur andmælt vinnslu persónuupplýsinga, einnig ef upplýsingar um hann eru rangar. Einstaklingur hefur rétt að fá upplýsingar er varða hann sjálfan færðar til annars ábyrgðaraðila.
Við ákveðnar aðstæður kann greiðandi að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum um hann verði eytt án tafar, til að mynda þegar að varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang söfnunarinnar eða vinnslunnar eða vegna þess að hann hefur afturkallað samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur lagaheimild liggur til grundvallar henni eða forsenda fyrir verndun hagsmuna kröfuhafa eða okkar eru ekki lengur fyrir hendi.
Réttur umsækjanda til eyðingar persónuupplýsinga er hins vegar ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda okkur til að hafna ósk um eyðingu persónuupplýsinga.
Umsækjanda kann einnig að vera heimilt að óska eftir að vinnsla persónuupplýsinga um hann verði takmörkuð við ákveðnar aðstæður, t.d. ef vinnslan er ólögmæt og hann vill frekar takmarka vinnsluna en að persónuupplýsingum sé eytt, eða ef varðveislan er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar en hann vill engu að síður að upplýsingarnar séu áfram varðveittar til þess að að hægt sé að höfða mál eða verjast málsókn.
Fari vinnsla persónuupplýsinga fram með sjálfvirkum hætti kann umsækjandi að eiga rétt á að fá þær persónuupplýsingar sem hann hefur afhent Inkasso og varða hann sjálfan og unnar eru á grundvelli samþykkis hans, á skiljanlegu og aðgengilegu formi. Umsækjandi kann einnig að hafa rétt á því að við miðlum þessum gögnum áfram til þriðja aðila.
Vefkökur og heimasíða
Vissum gerðum upplýsinga er safnað þegar farið er inn á heimasíðu Inkasso. Þar er notast við fótspor til að fylgjast með hvernig vefsíðunni vegnar og hvað það er helst sem gestir heimsækja.
Nauðsynleg fótspor eru okkur ómissandi til að vefsíðan virki eins og ætlast er til. Þar á meðal til að skrá sig inn í Inkasso kerfið.
Þau eru einnig notuð til að fylgjast með afköstum og frammistöðu vefsíðunar og til að merkja sérstaklega hluta vefsíðunnar sem hafa með heimsókn notandans að gera. Þau safna engum upplýsingum sem hægt er að auðkenna notandann með. Sjá nánar hér.
Fyrirspurnum og erindum vegna persónuverndar og meðferð persónuupplýsinga er unnt að koma á framfæri bréfleiðis:
Inkasso ehf.
Hallveigarstígur 1
101 Reykjavík
Sími: 520-4040
eða með tölvupósti á personuvernd@inkasso.is