Fara á efnissvæði

Innheimtuferlið

  • Allt ferlið frá stofnun kröfu.
  • Ef sækja á málið fyrir dómstólum er unnið með lögmönnum Gjaldheimtunnar
  • Mikil reynsla og burðir til að sinna erfiðum málum.

Fruminnheimta

Útsending innheimtuviðvörunar er skilgreind skv. innheimtulögum sem fruminnheimta. Hún er í raun fyrsti hlutinn af milliinnheimtuþjónustu Inkasso. Innheimtuviðvaranir eru ýmist sendar í nafni kröfuhafa eða Inkasso.

MilliInnheimta

Þegar kröfur eru komnar í vanskil þá hefst milliinnheimta. Hægt er að senda kröfur til Inkasso beint úr viðskiptabanka kröfuhafa þannig að ekki þurfi að handstýra því hvaða kröfur eru sendar í innheimtu. Við tekur innheimtuferli Inkasso sem felur m.a. í sér sendingu innheimtubréfa ásamt símtali til þess að ganga á eftir greiðslu frá greiðanda.

Löginnheimta

Löginnheimta er stífari og formlegri innheimta en hún er unnin í samstarfi við Gjaldheimtuna. Sending löginnheimtubréfa ásamt úrræðum réttarkerfisins eru verkfærin í þessu ferli. Kröfuhafar fá faglega ráðgjöf um þær aðgerðir sem hægt er að grípa til hverju sinni en kröfuhafi hefur fulla stjórn á framgöngunni.

Kröfuvakt

Ef ekki er líklegt að aðför með atbeina dómstóla verði árangursrík eða borgi sig eru kröfur settar á kröfuvakt. Það þýðir að Inkasso heldur áfram virkri innheimtu út fyrningarfrestinn með því að minna greiðanda reglulega á ógreiddar skuldir hans ásamt því að fylgjast með því hvort hagir greiðanda vænkist. Gerist það mun Inkasso setja sig í samband við greiðanda og semja um skuld hans við kröfuhafa.

Dómstólar

Eftir að Gjaldheimtan ehf hefur sent út tvö löginnheimtubréf þá fer krafan í löginnheimtumat. Ef matið sýnir að dómstólaferli eigi rétt á sér er það í höndum kröfuhafans að staðfesta það og hefur hann fulla stjórn á framgöngunni. Kröfuhafi getur óskað eftir því að farið verði í sértækar löginnheimtuaðgerðir s.s. stefna, senda greiðsluáskorun, lýsa kröfu og útbúa nauðungarsölubeiðni.