Fara á efnissvæði
Fréttir

Ert þú í greiðsluvanda?

22. nóvember 2021
Ráðgjafar Inkasso eru til staðar fyrir greiðendur
Ert þú í greiðsluvanda?
Eru til staðar fyrir þig

Það er dýrt að lenda í vanskilum og þurfa að standa skil á dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Vanskil hafa bein áhrif á lánshæfismat og alvarleg vanskil geta leitt til skráningar á vanskilaskrá hjá Creditinfo.

Ráðgjafar Inkasso ertu til staðar fyrir greiðendur sem eru í greiðsluvanda og saman leysum við málin. Ef þú vilt koma þínum málum í farveg þá höfum við eftirfarandi lausnir:

Greiðslusamkomulag, þar sem greiðslunni er skipt upp yfir ákveðið tímabil. Alla jafna vara greiðslusamkomulög ekki lengur en í 6 mánuði. Innheimtu er frestað á meðan að samkomulag er í fullum skilum.

Það er einfalt að sækja um greiðslusamkomulag á greiðenda vef Inkasso. Ef vanskil og komin í löginnheimtu þarft þú að hafa samband við ráðgjafana okkar. Innheimtu er frestað um tiltekinn tíma en þá er komið í veg fyrir að kostnaður aukist á tímabilinu.

Ef greiðsluvandi er alvarlegur þá hvetjum við þig til þess að leita til umboðsmanns skuldara eða fjármálaráðgjafa í þínum viðskiptabanka. Á heimsíðu umboðsmanns skuldara https://www.ums.is/ eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og er ráðgjöf þeirra þér að kostnaðarlausu.

Við hjá Inkasso erum til staðar fyrir þig og leggjum okkur fram við að koma þínum málum í farveg. Vertu í sambandi það er alltaf hægt að finna lausnir.