Fara á efnissvæði
Fréttir

Inkasso - Momentum hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

12. október 2023
Inkasso - Momentum hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023
Inkasso - Momentum hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Inkasso - Momentum hlaut í dag viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu og miðar verkefnið að því að jafna hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og stofnana. Meðal markmiða Jafnvægisvogarinnar er að hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði orðin 40/60 árið 2027, að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir og draga fram í sviðljósið fyrirtæki og stofnanir sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.