Fara á efnissvæði
Fréttir

Umhverfisvænni innheimta

09. maí 2023
Umhverfisvænni innheimta

Í nýlegum dómi héraðsdóms Reykjavíkur var staðfest að útsending skriflegrar innheimtuviðvörunar til skuldara með tölvupósti í stað hefðbundins bréfpósts er heimil. Niðurstaðan er þvert á það sem almennt hefur verið talið frá því að innheimtulög nr. 95/2008 tóku gildi. 

Ákvæði innheimtulaga nr. 95/2008 hafa að upplagi lítið breyst frá því þau tóku gildi fyrir 15 árum síðan. Þannig hefur þjóðfélagið breyst gríðarlega meðan sú grein laganna sem fjallar um lögboðnar innheimtuviðvaranir er raunar óbreytt frá setningu laganna.

Ágreiningur var um hvort áskilið væri í 7. gr. innheimtulaga að innheimtuviðvörun skyldi send með bréfpósti. Í dómi héraðsdóms var ekki fallist á að orðalag ákvæðisins væri með þeim hætti að í því fælist skylda að senda innheimtuviðvaranir eingöngu í bréfpósti. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sá sendingarmáti að senda póst rafrænt á póstfang sem lántaki hefur gagngert látið lánveitanda í té til samskipta uppfylli skilyrði innheimtulaga.

Við fögnum niðurstöðu héraðsdóms enda kostir rafrænna sendinga eru umtalsverðir, jafnt fyrir greiðendur og kröfuhafa, svo ekki sé minnst á jákvæð umhverfisáhrif.

  • Inkasso-Momentum mun hefja rafrænar sendingar innheimtubréfa í ágúst.  

Útsendingu bréfa í bréfpósti verður þó ekki alfarið hætt heldur verður sá sendingarmáti notaður áfram ef greiðandi hefur til dæmis ekki gefið upp netfang til samskipta, ef ekki tekst að koma tölvupósti til skila eða ef kröfuhafi óskar þess sérstaklega.

Ekki hika við að hafa samband við okkur á sala@inkasso.is ef nánari upplýsinga er óskað.