Fara á efnissvæði
Fréttir

Mannauðshugsandi fyrirtæki árið 2023

29. janúar 2024
Inkasso – Momentum útnefnt Mannauðshugsandi fyrirtæki árið 2023.
Mannauðshugsandi fyrirtæki árið 2023
Viðurkenning HR Monitor

Inkasso – Momentum hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að vera á meðal leiðandi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnt Mannauðshugsandi fyrirtæki árið 2023.

Við höfum síðan sumarið 2022 keyrt mánaðarlegar mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna fyrirtækisins.

Mannauðsmælingarnar hafa reynst okkur dýrmætt verkfæri eftir að félögin Inkasso og Momentum sameinuðust í október 2022. Mannauðsmælingar hafa gert okkur kleift að fylgjast með líðan starfsmanna í gegnum tíma sem innihélt miklar breytingar og ýmsar áskoranir. Þessar mælingar hafa gefið starfsmönnum okkar tækifæri til að koma með ábendingar auk endurgjafar á yfirmenn, starfsumhverfi og starfsánægju.

Niðurstöður mælinga eru kynntar starfsmönnum í hverjum mánuði.

Á bakvið Inkasso – Momentum má í dag finna öflugt og samheldið teymi sem við erum hreykin af.