Fara á efnissvæði
Fréttir

Velkomin í Festu - Inkasso gengur stolt til liðs við Festu

02. ágúst 2021
Inkasso gengur til liðs við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð
Velkomin í Festu - Inkasso gengur stolt til liðs við Festu
Inkasso varð félagi í Festu í ágúst 2021

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð var stofnuð í október 2011. Markmið með stofnun miðstöðvarinnar er að leita bestu aðferða fyrir fyrirtæki við innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð, stuðla að vitundarvakningu um samfélagsábyrgð fyrirtækja og hvetja til rannsókna á viðfangsefninu í samstarfi við háskólasamfélagið. Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana í því að þau axli ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa á fólk og umhverfið.

Inkasso hefur því valið sér að vinna eftir 7 af 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Eitt af því sem Inkasso gerir með stolti er að styrkja ABC barnahjálp dyggilega á hverju ári.