Inkasso MEST
Það kostar ekkert að vera með aðgang að Innheimtukerfi Inkasso
Þessi leið hentar stærri fyrirtækjum, rekstraraðilum og opinberum aðilum sem þurfa víðtæka, sveigjanlega og sérsniðna innheimtuþjónustu.
Hér getur verið um að ræða þjónustu allt frá því að stofna kröfu, senda út reikninga/greiðsluseðla sem og allur innheimtuferillinn þ.e. fruminnheimta, milliinnheimta, löginnheimta, kröfuvakt og dómstólaferli. Mögulegt er fyrir stærri aðila að fá beintengingu við helstu bókhaldskerfi sem einfaldar vinnu við kröfur enn frekar.
Meðal kerfa með beintengingu:
Komum málum í farveg
Það gæti varla verið einfaldara að gera reikning og koma í ferli í Inkasso MEST.
-
Í upphafi á sér stað þarfagreining sem leiðir af sér sérsniðna ferla, samning um innheimtuþjónustu, tengingu við viðskiptabanka og í framhaldi er innleiðing með prófunum og kennslu. -
-
Kröfuhafi fær aðgang að kerfinu gegnum vefviðmót þar sem hægt er að fylgjast með framvindu og fá góða yfirsýn yfir kröfur. Kröfuhafi getur síðan sjálfur gripið inní hvenær sem er meðan krafan er í milliinnheimtu. Fellt niður, breytt eindaga, stöðvað innheimtu, frestað o.s.fv. sér að kostnaðarlausu. -
Að sjálfsögðu eru síðan ráðgjafar Inkasso boðnir og búnir til að aðstoða hvar sem er í ferlinu eftir því sem þörf krefur ásamt því að ákveðinn viðskiptastjóri er ábyrgur fyrir viðskiptasambandinu.