Fara á efnissvæði
Laptop image
App screenshot

Inkasso MEST

Það kostar ekkert að vera með aðgang að Innheimtukerfi Inkasso

Þessi leið hentar stærri fyrirtækjum, rekstraraðilum og opinberum aðilum sem þurfa víðtæka, sveigjanlega og sérsniðna innheimtuþjónustu.

Hér getur verið um að ræða þjónustu allt frá því að stofna kröfu, senda út reikninga/greiðsluseðla sem og allur innheimtuferillinn þ.e. fruminnheimta, milliinnheimta, löginnheimta, kröfuvakt og dómstólaferli. Mögulegt er fyrir stærri aðila að fá beintengingu við helstu bókhaldskerfi sem einfaldar vinnu við kröfur enn frekar.

Meðal kerfa með beintengingu:

  • dk hugbúnaður
  • Uniconta
  • Microsoft Dynamics 365 Business Central
  • Microsoft Dynamics AX
  • Microsoft Dynamics NAV

Komum málum í farveg

Það gæti varla verið einfaldara að gera reikning og koma í ferli í Inkasso MEST.



  • Í upphafi á sér stað þarfagreining sem leiðir af sér sérsniðna ferla, samning um innheimtuþjónustu, tengingu við viðskiptabanka og í framhaldi er innleiðing með prófunum og kennslu.




  • Kröfuhafi fær aðgang að kerfinu gegnum vefviðmót þar sem hægt er að fylgjast með framvindu og fá góða yfirsýn yfir kröfur. Kröfuhafi getur síðan sjálfur gripið inní hvenær sem er meðan krafan er í milliinnheimtu. Fellt niður, breytt eindaga, stöðvað innheimtu, frestað o.s.fv. sér að kostnaðarlausu.


  • Að sjálfsögðu eru síðan ráðgjafar Inkasso boðnir og búnir til að aðstoða hvar sem er í ferlinu eftir því sem þörf krefur ásamt því að ákveðinn viðskiptastjóri er ábyrgur fyrir viðskiptasambandinu.
Upplýsingar vantar
Rangt netfang
Villa

Takk fyrir, skráning er móttekin. Viðskiptastjóri mun hafa samband við þig.

Grindavíkurbær

Guðbjörg Eyjólfsdóttir

Innheimtufulltrúi Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær hefur verið í samstarfi við Inkasso síðan 2015 þannig að það er komin mjög góð reynsla hjá okkur af samstarfinu. Samstarfið er persónlegt og gott aðgengi að starfsfólki Inkasso sem leggur sig allt fram um að veita góða og snögga þjónustu þannig að afgreiðsla innheimtumála taki sem skemmstan tíma sem er gott bæði fyrir okkur sem kröfuhafa og eins fyrir greiðendur. Árangur innheimtu er með ágætum og eftirfylgni er í góðri samvinnu. Við hjá Grindavíkurbæ getum hiklaust mælt með samstarfi við Inkasso um innheimtu reikninga og vanskilakrafna.

Armar

Birna Margrét

Bókari

Armar hafa nýtt sér þjónustu Inkasso í 5 ár. Það sem heillaði okkur var notendavænt innranet kröfuhafa, þar getum við unnið sjálf með kröfur viðskiptavina okkar milliliðalaust. Þegar á þarf að halda er þjónustuviðmót ráðgjafa Inkasso ávallt mjög gott.

Reykjastræti

Alma Hrönn

Rekstrarstjóri

Inkasso hefur veitt Reykjastræti framúrskarandi og vinnusparandi þjónustu síðastliðin ár. Um ræðir mikinn fjölda krafna sem þau innheimta með skilvirkum og faglegum vinnubrögðum

Hraunhús

Gísli Ingi

Eigandi

Við erum með lítið bygginga- og fasteignafélag og innheimtukerfi Inkasso er algjör bylting fyrir reksturinn okkar. Það tekur okkur núna mínútu að senda frá okkur kröfu rafrænt og hefur kerfið einfaldað reksturinn til muna.