Fara á efnissvæði

ALMENNIR SKILMÁLAR Inkasso

Skilmálar samnings um innheimtuþjónustu
I. Almennt um þjónustuna

1. gr. Inkasso ehf., kt. 630413-0360, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, tekur að
sér að innheimta kröfur fyrir kröfuhafa, með þeim hætti sem nánar er greint
í samningi og skv. innheimtulögum nr. 95/2008. Samningur um innheimtu
tekur gildi við undirritun og eru skilmálar þessir óaðskiljanlegur hluti hans.
Inkasso áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum, gjaldskrá og
þjónustu.

2. gr. Þjónusta Inkasso er í meginatriðum í eftirfarandi:
• Greiðslumiðlun sem felst í stofnun krafna, prentun og útsending
greiðsluseðla og/eða reikninga.
• Fruminnheimta það sem innheimtuviðvörun er send á greiðanda.
Innheimtuviðvörun. Samkvæmt innheimtulögum ber að senda
greiðanda innheimtuviðvörun svo heimilt sé að krefja greiðanda um
innheimtukostnað. Innheimtuviðvaranir eru ýmist sendar í nafni
kröfuhafa eða Inkasso.
• Milliinnheimta áður en farið er í lögfræðilegar innheimtuaðgerðir.
• Skráning á vanskilaskrá að frekari skilyrðum uppfylltum.
• Löginnheimta sem felur í sér beitingu lögfræðilegra innheimtuúrræða.
• Skráninga krafna á kröfuvakt ef milli- og/eða löginnheimta hafa ekki
skilað árangri.

3. gr. Lög og Innheimta ehf., kt. 640214-0580, samstarfsaðili Inkasso, sér um
löginnheimtu fyrir hönd viðskiptavina Inkasso. Með samningi um
löginnheimtu felst þó engin skylda kröfuhafa til að beina öðrum
lögmannsverkefnum til lögmanna Laga og Innheimtu. Viðskiptastjórar
Inkasso hafa umboð til að skrifa undir samning um innheimtu fyrir hönd
Laga og Innheimtu og gildir undirritun þeirra sem undirritun beggja félaga.
II. Verkferlið

4. gr. Aðilar skulu koma sér saman um ferli við innheimtu krafna og er það
tilgreint í samningi, og ef við á í viðaukum. Breytingar á viðaukum eru
heimilar enda séu samningsaðilar sammála um þær og hafa slíkar
breytingar engin áhrif á gildi/efni samnings að öðru leyti. Almennt skal
miða við að innheimta vanskilakrafna hefjist í millinnheimtu, nema
kröfuhafi óski annarrar meðferðar.

5. gr. Skráning á vanskilaskrá er þjónusta sem Inkasso hefur milligöngu um og
er valkvæð. Þær skuldir sem uppfylla skilyrði til skráningar á vanskilaskrá
verði skráðar á vanskilaskrá Creditinfo eða hliðstæða skrá, nema kröfuhafi
óski annars.

6. gr. Kröfuhafi skal hafa aðgang að Innheimtukerfi Inkasso, þar sem hægt er að
fá upplýsingar um stöðu einstakra krafna. Inkasso birtir heildaryfirlit yfir
stöðu allra innheimtumála, þar sem m.a. skulu koma fram upplýsingar um
stöðu, s.s. greiðsluyfirlit, innborganir, eftirstöðvar og kostnað og á hvaða
stigi innheimtan er.

7. gr. Starfsfólki Inkasso er heimilt að veita greiðsludreifingu í allt að sex
mánuði fyrir hönd kröfuhafa, eftir því sem eðlilegt telst til innheimtu
kröfunnar. Í kröfuvakt er starfsfólki Inkasso heimilt að semja um vaxtastig,
fella niður vexti og hluta höfuðstóls kröfunnar og semja um
greiðsludreifingu til lengri tíma, ef það samræmist hagsmunum kröfuhafa
að mati Inkasso. Inkasso fær 50% af innheimtum höfuðstól og
vöxtum.Takist ekki að innheimta kröfuna innan fyrningarfrests skv. lögum
um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 er krafan felld niður í
Innheimtukerfi Inkasso. Kröfuhafi ber ekki kostnað af því að skrá eða hafa
kröfur í kröfuvakt. Kröfur eru sendar sjálfvirkt í kröfuvakt að tilteknum
tíma liðnum.

8. gr. Þegar krafa fæst greidd í frum- eða milliinnheimtu skal eiga sér stað
samtímauppgjör milli Inkasso og kröfuhafa. Hlutur kröfuhafa í greiðslunni
greiðist beint til kröfuhafans en innheimtuþóknun og kostnaður greiðist til
Inkasso. Ef krafa hefur verið skráð til löginnheimtu hjá Lögum og
Innheimtu, veitir Lög og Innheimta greiðslu kröfunnar viðtöku. Ef krafa
er greidd beint til kröfuhafa ber kröfuhafa að standa Inkasso eða Lögum
og Innheimtu skil á áfallinni þóknun og innheimtukostnaði.

9. gr. Innheimtugjald í milliinnheimtu skal taka mið af hæstu lögleyfðu
fjárhæðum á hverjum tíma skv. reglugerð um hámarksfjárhæð
innheimtukostnaðar o.fl., nema um annað sé sérstaklega samið. Greiðandi
kröfunnar greiðir innheimtugjaldið, nema um annað sé samið. Í
löginnheimtu leggst innheimtugjald eða málskostnaður á kröfu, þóknun
fyrir einstakar aðgerðir til innheimtu kröfunnar, hvers konar útlagður
kostnaður af innheimtunni, sem og vextir af þóknun og kostnaði.
Greiðandi kröfunnar greiðir allan kostnað af innheimtunni, nema um
annað sé samið. Þóknanir taka mið af gjaldskrá Inkasso og Laga og
Innheimtu á hverjum tíma.

10. gr. Nauðasamningur skal ekki gerður við greiðanda, eða annars konar eftirgjöf
kröfu veitt af Inkasso eða Lögum og Innheimtu án samþykkis kröfuhafa,
nema krafa sé komin í kröfuvakt.

11. gr. Lögum og Innheimtu ber að hafa samráð við kröfuhafa um boð í eignir á
nauðungarsölu sem leiða kunna til uppboðskaupa. Séu uppboðskaup gerð
skal kostnaður Laga og Innheimtu vegna innheimtunnar gerður upp þegar
uppboðsafsal liggur fyrir. Lög og Innheimta aðstoðar við útburð óski
kröfuhafi þess.

12. gr. Eigi samtímauppgjör sér ekki stað skulu allar innborganir á kröfur vegna
frum- og milliinnheimtu og kröfuvaktar varðveittar á fjárvörslureikningi
Inkasso eða Laga og Innheimtu eftir því sem við á. Inkasso eða Lög og
Innheimta skulu í þeim tilvikum millifæra innborganir á bankareikning
kröfuhafa eins fljótt og auðið er, en alla jafna er það næsta virka dag eftir
að greiðsla berst Inkasso.. Innborganir á kröfur ráðstafast með eftirfarandi
hætti: fyrst til greiðslu á vöxtum af útlögðum kostnaði, þá til greiðslu á
útlögðum kostnaði og svo til greiðslu á innheimtugjaldi og annarri þóknun.
Þegar innheimtugjaldið og þóknun er greidd ganga innborganir fyrst upp í
dráttarvexti og því næst höfuðstól kröfunnar. Þetta gildir þótt krafan
greiðist ekki að fullu.

13. gr. Inkasso skuldbindur sig til að sinna innheimtu af kostgæfni, hraða og með
fullri virðingu fyrir greiðanda, enda sé tekið tillit til sambands greiðanda
og kröfuhafa í hverju tilviki. Sömu skuldbindingar skulu gilda við
löginnheimtu.

14. gr. Fyllsta trúnaðar er gætt um allar upplýsingar sem starfsfólk innheimtuaðila
kemst yfir í þjónustu sinni fyrir kröfuhafa sbr. 13. gr. innheimtulaga nr.
95/2008. Trúnaðarskyldur lögmanna fara að lögum og siðareglum LMFÍ.

15. gr. Um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga starfa Inkasso og Lög og
Innheimta skv. leiðbeiningum frá Persónuvernd og skv. lögum um
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Nánar má lesa
um meðferð persónuupplýsinga á heimasíðu Inkasso,
www.inkasso.is/personuverndarstefna.
III. Kostnaður

16. gr.Kröfuhafar greiða ekki áskriftargjald á samningstímanum. Ekki leggst kostnaður á kröfur sem felldar eru niður í frum- og milliinnheimtu. Ekki er hægt að fella kröfur niður í löginnheimtuferli án kostnaður. Kostnaður fer eftir gjaldskrá Inkasso og Laga og Innheimtu.

17. gr. Reynist innheimtutilraunir í löginnheimtu, árangurslausar greiðir
kröfuhafi aðeins útlagðan kostnað og grunngjöld samkvæmt gjaldskrá
Laga og Innheimtu. Inkasso og/eða Lög og Innheimta geta í sérstökum
tilfellum áskilið sér greiðslu þóknunar, hafi óvenjuleg eða sérstök vinna
verið lögð í innheimtuaðgerðir, enda hafi verið haft samráð við kröfuhafa
um þær aðgerðir. Gjaldtaka vegna umbeðinna aðgerða eftir
löginnheimtubréf fer eftir gjaldskrá Laga og Innheimtu. Véfengi greiðandi
réttmæti kröfu kröfuhafa, svo sem með því að halda uppi vörnum í
dómsmáli sem Lög og Innheimta hefur höfðað fyrir kröfuhafa, skal haldin
skrá yfir unna tíma lögmanns kröfuhafa og kröfuhafa gerður reikningur í
samræmi við hana og gjaldskrá Laga og Innheimtu.
IV. Uppsögn, kynning samninga og ýmis ákvæði

18. gr. Samningar um innheimtu milli kröfuhafa og Inkasso skulu vera með
30 daga gagnkvæmum uppsagnarfresti. Uppsögn skal berast skriflega með sannanlegum hætti og tekur uppsögnin gildi frá næstu
mánaðamótum frá því hún berst viðtakanda.

19. gr. Inkasso er aldrei aðili að, eða ber neina ábyrgð á deilum á milli kröfuhafa
og greiðanda.

20. gr. Inkasso er heimilt að tilgreina kröfuhafa sem einn af viðskiptavinum sínum
í sölukynningum, en ekki í auglýsingaskyni nema að höfðu samráði við
kröfuhafa. Með sama hætti er kröfuhafa heimilt að kynna samstarf sitt við
Inkasso, m.a. með prentun/stimplun á reikninga, greiðsluseðla, yfirlit og
ítrekanir.

21. gr. Kröfuhafi skal ábyrgjast að kröfur séu réttmætar og ekki tilkomnar af
ólögmætum gjörningi. Ef verulegur vafi er um réttmæti kröfu eða
grundvöllur kröfu er óljós hafa Inkasso og Lög og Innheimta heimild til
þess að kalla eftir greinargerð frá kröfuhafa og eftir atvikum fella niður
kröfu og endursenda kröfuhafa. Inkasso áskilur sér rétt án fyrirvara að slíta
viðskiptasambandi við kröfuhafa verði kröfuhafi uppvís að ólögmætum
verknaði eða misnoti innheimtukerfi.

22. gr. Rísi ágreiningur vegna samnings um innheimtu skulu aðilar kappkosta að
leysa ágreining með samkomulagi og beina ágreiningi til gerðarmeðferðar
sé nokkur kostur á. Þó skal hvorum aðila heimilt að vísa ágreiningi til
almennra dómstóla og mál vegna hans má ávallt reka fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Við alvarlega vanefndir sem verða ekki lagaðar við skriflega
áminningu geta báðir aðilar rift samkomulagi einhliða.

23. gr. Skaðabótaábyrgð aðila samnings þessa er háð því að þeir hafi sýnt af sér
verulegt gáleysi eða gróf mistök á fullnustu samningsins. Skaðabótakröfur
skulu settar fram innan 12 mánaða frá tjónsatburði, ella falla þær niður.
Skaðabótaábyrgð Inkasso og Laga og Innheimtu nær ekki til rekstrataps,
glataðs ágóða eða sparnaðar, tapaðra gagna eða annars óbeins tjóns.
Inkasso ber enga ábyrgð á notkun kröfuhafa á hugbúnaðarkerfi Inkasso
eða áhættu af því tjóni, beinu eða óbeinu, sem hlotist getur af notkuninni.

24. gr. Fjárhæðir í samning þessum skulu taka árlegum breytingum til hækkunar
sem miðast við breytingar á vísitölu neysluverðs, grunnvísitala skal vera
vísitala neysluverðs á þeim tíma þegar samningur um innheimtu er
undirritaður.
Skilmálar útgefnir 15.09.2021