Fara á efnissvæði

Lög og Innheimta

Lög & Innheimta sinnir lögfræðilegri innheimtu fyrir viðskiptavini sína. Í dag starfa hjá Lögum & Innheimtu lögmenn ásamt innheimtufulltrúum sem búa yfir áralangri reynslu í innheimtu vanskilakrafna og bjóða upp á víðtæka þjónustu því tengdu. Viðskiptavinir okkar eru því í góðum höndum.

Lög & Innheimta er í nánu samstarfi við Inkasso en þannig bjóða fyrirtækin viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn í innheimtumálum sínum. Starfsfólk Laga & Innheimtu sinnar ýmiss konar málum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, húsfélög, sveitafélög og fjöldan allan af stofnunum víðsvegar um landið auk þess að bjóða upp á innheimtu erlendra krafna.

Þegar kröfur eru komnar í vanskil geta kröfuhafar leitað ákveðinna lögbundinna leiða til þess að fá kröfur sínar efndar. Kröfur fara í löginnheimtu að lokinni frum- eða milliinnheimtu. Lögð er mikil áhersla á að upplýsa kröfuhafa okkar hvaða skref sé best að stíga varðandi sértækar innheimtuaðgerðir en mismunandi nálgun getur hentað hverju sinni.

Með sértækum innheimtuaðgerðum er átt við lögfræðileg úrræði á sviði réttarfarslaga sem beitt er við innheimtuna. Þau úrræði geta verið útgáfa stefnu sem er upphaf málareksturs fyrir dómstólum, birting greiðsluáskorunar með stoð í lögum um aðför og nauðungarsölu og síðan gjaldþrot.

Að mörgu er að huga í þessum málum en starfsfólk Laga & Innheimtu hefur yfirgripsmikla þekkingu á innheimtuúrræðum og hefur skilning á mikilvægi góðs viðskiptasambands kröfuhafa og greiðanda sem getur oft haft áhrif á nálgun í innheimtu.

Auðvelt er að nálgast innheimtufulltrúa eða lögfræðinga Laga & Innheimtu til að fá ráðgjöf varðandi innheimtumál sem er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
Hægt er að:
– hringja í þjónustuver í s. 520 4040
– senda tölvupóst á loi@loi.is
– koma við á skrifstofu Laga & Innheimtu, Hallveigarstíg 1 , 101 Reykjavík.

Almennar upplýsingar

  • Nafn fyrirtækis: Lög & Innheimta ehf.
  • Kennitala: 640214-0580
  • VSK númer: 117480
  • Leyfi: Rekið á leyfi lögmanns, Þorgeirs Þorgeirssonar hdl. skv. lögum um lögmenn
  • Eftirlitsaðili: Lögmannafélag Íslands

 

Gjaldskrá Laga & Innheimtu