Fara á efnissvæði

Ný innsýn inn í heimtunnar

Inkasso-Momentum býður viðskiptavinum sínum nú uppá að nálgast gögn um innheimtuna í gegnum Prisma, notendavænt greiningartæki frá Algemetric. Hægt er að skoða innheimtugögnin í vefviðmóti Prisma eða tengja við Power BI og vinna með innheimtugögnin þar.

Algemetric er leiðandi fyrirtæki í öryggri gagnagreiningu þar sem gögnin eru dulkóðuð á meðan á allri vinnslu stendur. Auk þess að tryggja öryggi gagnanna og koma í veg fyrir mögulega gagnaleka tryggir tækni Algemetric fylgni við reglur um persónuvernd. Lausnin er m.a. tekin út af Syndis sem eru sérfræðingar í öryggismálum.


Er greiðsluhraði að aukast? ...eða minnka!

Það getur verið gagnlegt að sjá hver þróunin er þegar kemur að greiðsluhraða. Hversu mikið greiddist á eindaga í síðasta fjórðungi samanborið við fjórðunginn á undan eða sama fjórðung á síðasta ári?


Hvernig er staðan núna?

Hversu mikið af kröfunum sem gjaldféllu á þessu ári eru ógreiddar. Hversu mikið er í innheimtu? Erum við að fella niður mikið af kröfum?


Hvernig eru heimturnar hjá mér samanborið við aðra?

Færð þú greitt hraðar en aðilar í sama geira eða kröfuhafar almennt. Kallar niðurstaðan á breytingar á innheimtuferlinu?


Fáðu gögnin inn í Power BI

Tenging við Power BI opnar þann möguleika að breyta skýrslunum sem fylgja kerfinu búa til eigin skýrslur frá grunni. Auk þess býður Power BI þér uppá að bora niður í gögnin allt niður á stakar kröfur og opna þær beint frá Power BI.

Fyrirtæki sem nota Power BI fyrir get líka notað innheimtugögnin til að auðga eigin gögn.


Verð fyrir afnot af lausninni er 19.900 kr. + vsk á mánuði og fjöldi notenda er ótakmarkaður.
Endilega hafðu samband við okkur í síma 520-4040 eða sendu okkur póst á sala@inkasso.is til að fá nánari upplýsingar

Með kærri kveðju
Inkasso-Momentum teymið.