Fara á efnissvæði

INKASSO MEIRA

- Það kostar ekkert að vera með aðgang að Innheimtukerfi Inkasso

Þessi leið hentar þeim fyrirtækjum og rekstraraðilum sem eru með kröfur í banka og þarfnast hefðbundinnar innheimtu. Gerður er samningur um innheimtuþjónustu og komið á tengingu við viðskiptabanka. Kröfur koma síðan yfir í innheimtukerfi Inkasso ef þær eru ógreiddar á eindaga. 

Send er út innheimtuviðvörun og skilvirkur innheimtuferill fer í gang Innheimtuferill

Kröfuhafi fær aðgang að kerfinu gegnum vefviðmót þar sem hægt er að fylgjast með framvindu og fá góða yfirsýn yfir kröfur. Kröfuhafi getur síðan sjálfur gripið inní hvenær sem er meðan krafan er í milliinnheimtu. Fellt niður, breytt eindaga, stöðvað innheimtu, frestað o.s.fv. sér að kostnaðarlausu.

Ef krafa greiðist ekki í milliinnheimtu fær kröfuhafi tilkynningu um að krafan sé á leið í löginnheimtu og getur hann þá gripið inní ef þörf krefur. Annars eru send út löginnheimtubréf 1 og 2 en lengra er ekki haldið nema fram fari löginnheimtumat og kröfuhafi staðfesti frekari aðgerðir.

Að sjálfsögðu eru ráðgjafar Inkasso boðnir og búnir til að aðstoða hvar sem er í ferlinu eftir því sem þörf krefur.

Röng kennitala
Rangt vsk-númer
Villa
Villa
Villa
Upplýsingar vantar
Rangt netfang
Upplýsingar vantar
Villa
Villa
Þú þarf að samþykkja skilmála til að halda áfram

Takk fyrir, skráning er móttekin. Viðskiptastjóri mun hafa samband við þig.