Inkasso býður upp á þjónustu á öllum stigum innheimtu sem viðskiptavinir geta nýtt sér að fullu eða að hluta.

 

Fruminnheimta

Með því að nýta fruminnheimtu hjá Inkasso þá sér Inkasso um að stofna bankakröfur ásamt því að senda reikninga í pósti ef kröfuhafi kýs það. Með þessu einfaldar Inkasso reikningagerð kröfuhafa til muna ásamt því að spara mikinn tíma við reikningagerð. Sending innheimtuviðvörunar, sem skilgreind er skv. innheimtulögum sem fruminnheimta, er hluti af milliinnheimtuþjónustu Inkasso.

 

Milliinnheimta

Þegar kröfur eru komnar í vanskil þá hefst milliinnheimta. Hægt er að senda kröfur til Inkasso beint úr viðskiptabanka kröfuhafa þannig að ekki þurfi að handstýra því hvaða kröfur eru sendar í innheimtu. Við tekur innheimtuferli Inkasso sem felur m.a. í sér sendingu innheimtubréfa ásamt símtali til þess að ganga á eftir greiðslu frá greiðanda.

 

Löginnheimta

Löginnheimta er stífari og formlegri innheimta en hún er unnin í samstarfi við Lög & Innheimtu ehf. Sending löginnheimtubréfa ásamt úrræðum réttarkerfisins eru verkfærin í þessu ferli. Kröfuhafar fá faglega ráðgjöf um þær aðgerðir sem hægt er að grípa til hverju sinni en kröfuhafi hefur fulla stjórn á framgöngunni.

 

Kröfuvakt

Ef ekki er líklegt að aðför með atbeina dómstóla verði árangursrík eða borgi sig eru kröfur settar á kröfuvakt. Það þýðir að Inkasso heldur áfram virkri innheimtu út fyrningarfrestinn með því að minna greiðanda reglulega á ógreiddar skuldir hans ásamt því að fylgjast með því hvort hagir greiðanda vænkist. Gerist það mun Inkasso setja sig í samband við greiðanda og semja um skuld hans við kröfuhafa.

 

Vanskilaskrá

Skráning greiðanda á vanskilaskrá er öflugt tól til að knýja fram greiðsluvilja hjá greiðanda. Inkasso býður upp á skráningu á vanskilaskrá í samstarfi við Creditinfo. Í viðskiptaskilmálum kröfuhafa, sem greiðandi samþykkir, skal
tekið fram að vanskil sem uppfylli skilyrði til skráningar á vanskilaskrá Creditinfo eða hliðstæða skrá, hverju sinni, verði skráð á vanskilaskrá. Forsendur skráningar einstaklinga er að vanskil þurfa að hafa staðið í 40 daga og fjárhæðin nemi 50.000 kr. að lágmarki. Árangurslaus fjárnám og gjaldþrotaúrskurði má skrá án tillits til fjárhæða. Vanskil lögaðila eru skráð án tillits til fjárhæða.

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkur um notkun fótspora.