Þennan svip þekkjum við vel
Ánægjusvipinn yfir því að þurfa ekki að standa sjálf í reikningsgerð og innheimtu.
– Það kostar ekkert að vera með aðgang að Innheimtukerfi Inkasso
– Það kostar ekkert að nota þjónustu Inkasso STRAX til að stofna kröfur
Eitt er að gera reikning og annað að fá hann greiddan. Með Inkasso STRAX slærðu tvær flugur í einu höggi, býrð til reikning og kemur honum í öruggt innheimtuferli Inkasso.
Inkasso STRAX er frábær lausn fyrir einstaklinga í atvinnurekstri, verktaka og smærri félög.
Ef þú þarft að gefa út reikning þá er Inkasso STRAX lausnin. Það er einfalt að skrá sig og stofna reikninga um verkið eða þjónustuna.
Inkasso stofnar kröfu í heimabanka og sendir reikning í pósti, samkvæmt óskum notanda.
Í framhaldinu er krafan komin í skilvirkt Innheimtukerfi Inkasso þar sem hægt er að fylgjast með framvindu og fá góða yfirsýn yfir reikningana. Inkasso kemur ekki í staðinn fyrir bókhaldskerfið þitt en sér um alla innheimtu og eftirfylgni málsins.
Það gæti varla verið einfaldara að gera reikning og koma í ferli í Inkasso STRAX. Eftir að búið er að senda skráningu um notanda taka þjónustufulltrúar okkar við, stilla Innheimtukerfið gagnvart viðskiptabanka notandans og senda svo notanda aðgangsupplýsingar á heimasvæði sitt í Innheimtukerfi Inkasso.
Hægt er að skrá reikninga í gegnum heimasvæði notanda eða með því að hringja í Inkasso í síma 520 4040.
Þjónusta Inkasso STRAX er gjaldfrjáls fyrir viðskiptavini.
Inkasso leggur seðilgjald, sem fer eftir gjaldskrá Inkasso, ofan á kröfur og greiðendur standa straum af því. Innheimtukostnaður, sem lagður er ofan á gjaldfallna kröfuupphæð, fer eftir gjaldskrá Inkasso og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.
Til þess að vernda persónuupplýsingar þínar er tölvukerfi okkar búið fullkomnustu vörnum sem völ er á. Enn fremur er upplýsingakerfi Inkasso undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.
Hægt er að breyta ógreiddum reikningum inni á heimasvæði þínu eða með því að hringja í 520 4040.
Já, notendur hafa val um það hvort þeir vilji senda reikning með pósti.
Inkasso STRAX styður ekki gerð kreditreikninga. Ef þörf er á því að gera kreditreikning þá er það gert í gegnum bókhaldskerfi viðkomandi.
Inkasso móttekur greiðslur inn á fjárvörslureikning. Eftir að upplýsingar um greiðsluna hafa borist og kerfin uppfært sig, millifærir Inkasso á kröfuhafa sinn hluta greiðslunnar.
Það fer eftir því hvenær greiðandi innir af hendi greiðslu en alla jafna tekur það 1-3 virka daga. Tíminn er m.a. háður því hvenær greiðsluuplýsingar berast frá bankastofnun.
Við bjóðum eingöngu upp á að leggja seðilgjaldið ofan á kröfufjárhæðina. Kröfuhafi getur þó haft höfuðstól sinn lægri sem nemur seðilgjaldinu.